Fór í búðina um daginn og kom auga á gamla góða Frískamínið. Hugsaði með sjálfum mér að það væri sniðugt að kaupa þetta, of mikill gikkur í lýsið. Mér til mikillar undrunar eru enn sömu umbúðir. Ég spyr: "Hvar eru eiginlega frískamínkrakkarnir í dag?"

Myndin var tekin sérstaklega fyrir Bessa, því hann var of kúl fyrir frískamínið á yngri árum!

Yfir í annað, þá hef ég árangurslaust reynt að ná í lög á tónlist.is. Auglýsi hér með eftir þessum lögum:

"Dreamer in the morning" með Sigga Pálma og "Bara ef þú kemur með" með Bríeti Sunnu.

posted by Ólafur @ 9/20/2006