Netið er ágætt því þegar maður nennir ekki að gera neitt býður það alltaf upp á nóg af engu. Eitthvað? Já, lestu áfram.
Maður að kasta-boltum-upp-í-loftið í takt við bítlana. Ekki jafn flott og Det Betales en nokkuð magnað þó. Hvernig ætli það sé nú að vera viðstaddur svona kasta-boltum-upp-í-loftið keppni? Sérstakt? Og afhverju get ég bara komið því fyrir mér að þetta heiti å sjonglere á norsku og to juggle á ensku. Heitir þetta ekkert á íslensku?
Á þessum punkti í ritun þessarar færslu fór Óli að sofa, aumingi?
Ég skal skilja að fólk sem býr til eitt eftirhermu webcam video. En þegar fólk er komið með það mörg að grípa þarf í tærnar til að telja þau þá er ég ekki alveg viss lengur. Þær Pomme og Kelly hafa verið mjög duglegar eins og sjá má ef smellt er hér Hæfileikar? Þær virðast nú amk hafa æft sig svona tvisvar. Svo eiga þær víst blogg, pommekelly.com, sem er ekkert áhugavert nema fyrir það að þar fann ég link á google-idol!. Það er nýhafið og lítur út fyrir gríðarspennandi keppni milli misvenjulegs fólks! Þær skyttur sem eru vakandi núna hafa svo samþykkt einróma um að styðja stráklingana tvo í "unknown talent" til sigurs í þessari keppni! Hvetjum við því alla til að kjósa þá!
Eve-online hvað? Ofurtengt fjölspilunar ping-pong. Allir saman í liði að stjórna spaðanum! Ef þú ert heppinn hittirðu á þetta þegar 100 manns eru á hvoru liði og þá geturðu sannfærst um að lýðræðið virki ekki. Ef þú ert óheppinn verðurðu bara einn í þínu liði og þá er þetta ekkert gaman.
Að lokum verð ég svo að benda á eitt myndband sem finna má á hinum undurfagra nýja listahátíðarvef. Mér finnst þetta sniðugt og ekki er það verra að fyrirbærið verður í miðbæ Reykjavíkur þanng 13. mai. Nú er bara að finna einhverja krakka til að passa svo maður hafi afsökun til að fara að leika við þetta. Umrætt fyrirbæri má finna hér.
Jæja, sofa!
Maður að kasta-boltum-upp-í-loftið í takt við bítlana. Ekki jafn flott og Det Betales en nokkuð magnað þó. Hvernig ætli það sé nú að vera viðstaddur svona kasta-boltum-upp-í-loftið keppni? Sérstakt? Og afhverju get ég bara komið því fyrir mér að þetta heiti å sjonglere á norsku og to juggle á ensku. Heitir þetta ekkert á íslensku?
Á þessum punkti í ritun þessarar færslu fór Óli að sofa, aumingi?
Ég skal skilja að fólk sem býr til eitt eftirhermu webcam video. En þegar fólk er komið með það mörg að grípa þarf í tærnar til að telja þau þá er ég ekki alveg viss lengur. Þær Pomme og Kelly hafa verið mjög duglegar eins og sjá má ef smellt er hér Hæfileikar? Þær virðast nú amk hafa æft sig svona tvisvar. Svo eiga þær víst blogg, pommekelly.com, sem er ekkert áhugavert nema fyrir það að þar fann ég link á google-idol!. Það er nýhafið og lítur út fyrir gríðarspennandi keppni milli misvenjulegs fólks! Þær skyttur sem eru vakandi núna hafa svo samþykkt einróma um að styðja stráklingana tvo í "unknown talent" til sigurs í þessari keppni! Hvetjum við því alla til að kjósa þá!
Eve-online hvað? Ofurtengt fjölspilunar ping-pong. Allir saman í liði að stjórna spaðanum! Ef þú ert heppinn hittirðu á þetta þegar 100 manns eru á hvoru liði og þá geturðu sannfærst um að lýðræðið virki ekki. Ef þú ert óheppinn verðurðu bara einn í þínu liði og þá er þetta ekkert gaman.
Að lokum verð ég svo að benda á eitt myndband sem finna má á hinum undurfagra nýja listahátíðarvef. Mér finnst þetta sniðugt og ekki er það verra að fyrirbærið verður í miðbæ Reykjavíkur þanng 13. mai. Nú er bara að finna einhverja krakka til að passa svo maður hafi afsökun til að fara að leika við þetta. Umrætt fyrirbæri má finna hér.
Jæja, sofa!
posted by Bessi @ 3/05/2006

