Lífið gengur sinn vanagang, eins og það á að gera... Herinn er á förum og það má segja að upp sé komið óvissuástand á Suðurnesjum. Vonandi að það leysist farsællega. Hér í Reykjavíkinni hefur verið stofnað nýtt félag í Framsókn, Þjóðmálafélagið Akur. Það er stofnað til höfuðs þessari klíku sem hefur tangarhald á starfinu, í Reykjarvík, nú þegar.

Hvað varðar framboðsmálin vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, þá líst mér vel á sameiginlegt framboð Framsóknarflokksins, Samfylkingar og óháðra í Garðabæ og í Reykjanesbæ. Það er löngu tímabært að vinstriöflin nái völdum. Við spyrjum að leikslokum.

Nóg komið af þjóðmálaumræðunni.

Á föstudaginn var brúarbrot í námskeiðinu sem ber heitið "Greining burðarvirkja I". Það átti að smíða brú úr balsavið. Hún þurfti að vera aðeins lengri en 50 cm, ekki þyngri en 70 g og þurfti að halda 200 N eða um 20 kg. Ásamt mér í hóp voru Sigurður Pétur og Grétar Örn. Við smíðuðum tvær brýr.



Eins og sést á þessum tveimur myndum, þá bera þær nöfn. Í prófuninni náði Skriðdrekinn 261 N en Bjartsýnin 263 N. Þetta voru niðurstöður sem við bjuggumst aldrei við! Semsagt við stóðumst þetta verkefni. Gott það! Við lentum í 4. og 5. sæti ef mig minnir rétt. Þessar brýr fengu að kenna á því fyrir slakt gengi.

Það vantaði ekki stemninguna!



Jebb, þannig var það!

Tjekkið þetta myndband => http://hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1521

Takk fyrir mig, ég hef bloggað!

posted by Ólafur @ 3/20/2006