Sælir, kæru lesendur

Til að hafa þetta blog aðeins fjölbreytilegra ætla ég blogga brot af því sem ég hef verið að dunda mér í að skoða síðustu daga

Það vita hvað flestir af google earth. En til gamans þá vil ég benda á að google eru að auki með google mars og google moon.

Já, þessi kort eru til margs nýtileg, bæði til fróðleiks og til gamans og guð veit hvað. Talandi um nýtileika, hér er áhugaverður tengill um mann sem fann rómverska villu við skoðun á heimabæ sínum í google earth.

Talandi um áhugaverða staði í gegnum google earth. Þá er ég með nokkra tengla á síður með áhugaverðum stöðum í gegnum þetta ágætis gervihnattakort:
The Edge of i-hacked
Virtual Globe Trotting
Sightsee by Space
Google Sightseeing

Á fyrsta tenglinum fáiði m.a. góða gervihnattamynd af Area51, sem er leynileg bandarísk hernaðarstöð í Nevada, sem amk. X-files aðdáendur og fleiri geimveruaðdáendur ættu nú að kannast við.

Já, þetta er allt saman mjög áhugavert og gaman að þessu. En hvað ef þig langar nú að vita hvar fræga fólkið býr, eða hvar ódýrasta bensínið er, eða hvort gatan þín sé örugg fyrir kynferðisafbrotamönnum, eða hvar farsíma turnarnir eru o.fl. Það er fyrir víst að google kortin slá ekki slöku við, því skoðið þetta:
Hvar býr fræga fólkið?
Hvar borgar sig að kaupa bensín?
Er gatan mín örugg?
Hvar er töff turn?
Hvar hafa fljúgandi furðuhlutir sést?

Þetta nær þó ekki til Íslands, en sýnir þó hve áhugavert netið getur verið.

Núna ágæti lesandi, eftir allan þennan kortalestur, skora ég á þig að reyna við þennan ágæta leik.

Nú kæri lesandi, eftir alla þessa vöfrun ertu hugsanlega orðinn ansi þreyttur og þyrstur. Ef þú ætlar að fá þér einhverja caffeine drykki, þá bendi ég þér á að hugsa þig um tvisvar og skoða þennan tengil áður en lengra er haldið.

Nú er ég búinn að kynna ykkur fyrir ýmsu áhugaverðu tengdu google kortum og caffeine drykkju, en það eru þó nokkur önnur áhugaverð atriði sem ég ætla að benda á, tengdu google leitarvélinni. Áður en í það er farið ætla ég þó að benda á Microsoft Virtual Earth sem virkar líkt og google earth. En hvort hún sé jafn solid og google earth er annað mál. Hef ég lesið fréttir þar sem Microsoft tóku í burtu aðal bækistöðvar Apple út af kortinu sínu og einnig áttu þeir að hafa "blurrað" Area51 á kortinu sínu og á einum stað las ég að twin towers séu enn heilir hjá þeim, sem ég hef persónulega ekki nennt að staðfesta.

Google er nú einna þekktast fyrir sína ágætu leitarvél, sem er nú ekki flóknari en það að þú þarft t.d. bara að skrifa failure í leitargluggann þegar þú kemur inn á síðuna og fyrsta fréttin sem þú færð er "Biography of President George W. Bush."

Til gamans vildi ég nú benda á sérleitarvélar googles, sem kannski ekki allir vita af:
1.Google Blogsearch: Hér getur þú á einfaldan hátt nýtt google leitarvélina til að leita aðeins að blogsíðum.
2.Google Scholarsearch: Hér getur þú á einfaldan hátt leitað af ýmsum akadímskum blöðum o.fl. sem gæti hjálpað þér við námið eða bara til skemmtunar.
3.Google Desktopsearch: sem er mjög hraðvirk og þæginleg leitarvel sem kortar alla tölvuna þína og leitar því hraðar, að skjölum og jafnvel innan í skjölunum o.fl., í tölvunni þinni. (Rafn mælir með!)

Einnig eru google með ýmsar aðra þjónustur sem geta verið nytsamlegar fyrir suma. T.d.:
1.Google Talk: Mér skilst að það sé líkt og msn, bara fullkomnara.
2.Google Picasa: Prýðilegt forrit til að halda utan um myndir á tölvunni þinni
3.Gmail: Mjög svo fín e-mail þjónusta keyrð af google. Yfir 2.5 GB af geymsluplássi fyrir e-mails. (Rafn mælir með!)
4.Google Pages: Notaðu google til að byggja heimasíðuna þína. (Þeir eru hinsvegar ekki með opið fyrir alla lengur, getur þó skráð þig á óskalistann).
5.Blogger: Þú ert þar núna.

Nú eruði orðin svo góð að leita á google að þið getið tekið ykkur smá pásu og reynt við þennan ágæta Guess the Google leik.

Nú er þetta blog að umbreytast í grein, svo til að þyrma ykkur fyrir því ætla ég bara að lokum að benda á nokkra áhugaverða tengla og vera mjög stuttorður, svo við getum farið að "slútta" þessu.

Fleiri áhugaverðir tenglar tengdir google:
Finna mp3 með google
Finna warez í gegnum google
Notaðu google sem proxy
Hinar 10 gullnu reglur Googles
Personalize your Google page
Það sem Hvíta Húsið(White house) vill ekki að google sjái
Google Search Tips
Hvað gera google þegar þeim leiðist
Google Cheatsheet
Connect Google Talk to AIM, MSN, & Yahoo
Take a quick tour of Google
Flashearth

Kveðja
Rafn
posted by Rafn V @ 3/25/2006