Ný skyttusíða var opinberuð í dag við hátíðlega athöfn. Athöfnin fór fram í hinum góða fyrirlestrarsal H1 í Háskólabíó. Gleðin sem braust út í salnum þegar fólk heyrði að Atburðurinn væri að gerast, svipaði til þegar fólk fór loksins að geta öll heimadæmin sín í stærðfræðigreiningu. Sá maður sem fékk þann mikla heiður til að ýta á "publish" var enginn annar en Hjálmtýr Hafsteinsson dósent, Guðfaðir tölvunarfræði 1 og 2. Án hans hefðum við aldrei getað hugsað okkur að gera einhverjar breytingar, sem svo eru nauðsynlegar í nútímasamfélagi.

Forsaga þessara breytinga nær alveg 4 vikur aftur í tíma og hófst með orðum Bessa: "Hey, við þurfum að gera einhverjar breytingar!" Og ég svaraði:"Já marr, berðu upp þessa tillögu á næsta skyttufundi og ég skal styðja þig." Bessi svarað:"Okei, TÖFF." Þessi tillaga var síðan borin upp og samþykkt. Bloggnefnd var sett á laggirnar og leiddi Bessi hana. Eins og við sjáum núna, þá hefur hún borið svo sannarlega árangur.

Að lokum þökkum við ykkur fyrir allar heimsóknirnar í gamla útlitinu og megi þær vera eins margar ef ekki fleiri í því nýja.

Skytturnar
posted by Ólafur @ 2/03/2006