14. fundur

Fundur haldinn heima hjá Óla, fyrir nokkrum dögum klukkan 20:37.

Mættir voru: Arnar, Atli, Bessi, Ólafur og Rafn.

Gengið var til dagskrár.

1. Formaður skemmtinefndar, Bessi, flutti niðurstöður nefndarinnar. Fram kom að skemmtinefnd ályktaði að Skytturnar og annað gott fólk færu út að borða og síðan í bíó, kvöldið 27. janúar.

Samþykkt einróma.

2. Ólafur flutti tillögu til samþykktar sem svo hljóðaði: "Skytturnar lýsa yfir stuðningi við Önnu Kristinsdóttur í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknar í Reykjavík. Jafnframt vona Skytturnar að fleiri Reykvíkingar láti sig þetta mál varða og setji Önnu í fyrsta sætið."

Samþykkt einróma.

3. Ólafur flytur tillögu um smölun á kjörstað í prófkjör Framsóknarflokksins á laugardaginn.

Samþykkt einróma og ákveðið að skytturnar munu standa fyrir rútuferðum á kjörstað. Áhugasamir setji sig í samband.

4. Önnur mál.

Engin.

Fundi slitið klukkan 22:07

Arnar Þórðarson, ritari
posted by Ólafur @ 1/26/2006