Ímyndið ykkur mann í jakkafötum uppi á sviði. Maðurinn talar í sífellu á meðan hann horfir niður í gólfið og röltir enda sviðsins á milli. Á 45. mínútna tímabili segir maðurinn einn brandara. Sá brandari fjallaði um þjóðlendumál sem kom fyrir hæstarétt í ágúst síðastliðnum og var fyndinn að því leiti að bæði stefnandi og stefndi voru sami maðurinn, þ.e. ríkið.
Svona fer lögfræði í Háskólanum fram.
Svona fer lögfræði í Háskólanum fram.
posted by Bessi @ 9/21/2005

