Jæja, þá er maður kominn heim eftir langan skóladag. Hann er samt ekki eins langur og dagurinn hans Rafns, því hann er sem stendur í verklegri eðlisfræði í VR1 til klukkan 18:00. Hvað get ég svo sem sagt, ég er á laugardögum!

Það hefur tíðkast í umræðunni undanfarið mikil gagnrýni á nýju leiðarkerfi Strætós BS. Vissulega hefur margt betur mátt fara en í heild sinni er kerfið mjög gott, allavega fyrir okkur Breiðhyltinga. Áður fyrr gekk 111 upp í Seljahverfi, hún keyrði hringinn Mjódd-Skógarsel-Jafnasel-Seljabraut-Mjódd en nú hefur leið 3 tekið við af henni. Það góða við hana er að hún keyrir Mjódd-Seljabraut-Jaðarsel-Skógarsel og svo tekur hún U-beygju og keyrir sömu leið til baka. Leiðin mín heim hefur því styst um heilar 5 mínútur. Þetta þýðir bara eitt; ég hef grætt meiri tíma til að læra. Frábært kerfi. Ef þið eruð í vafa, þá skuluð þið bara spyrja Bessa.

Yfir í alvarlegri mál, borgarstjórnarmálin. Við erum búin að tapa borginni. Það er klárt mál að ef vinstriflokkarnir eru sameinaðir þá kemst íhaldið ekki til valda. Sjálfstæðismenn vita það.

Varðandi oddvitabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins þá er mín von, þó mér sé sama hvernig sjálfstæðismenn stilla á lista, að Vilhjálmur verði í fyrsta sæti. Hann er mun skárri kostur fyrir okkur Reykvíkinga en Gísli.

Hvað varðar framboðsmál hinna flokkanna sem mynda R-listann, þá er ég þeirra skoðunar að grasrótin í hverjum flokki þurfi að skoða hverja þeir setja í efstu sætin. Þessir borgarfulltrúar eru orðnir þreyttir, eða kannski við orðin þreytt á þeim?

Takk fyrir mig, ég hef bloggað.
Ólafur Sveinn Haraldsson
posted by Ólafur @ 9/15/2005